Aðrein við Mýrargötu 26

Aðrein við Mýrargötu 26

Engin aðrein er að aðalinngangi fjölmenns fjölbýlishúss við Mýrargötu 26. Það er því hættulegt og stöðvar umferð ef bíll nemur staðar fyrir framan húsið s.s. til að afferma fólk eða búslóð. Ef lagt er upp á gangstéttina hindrar það leið hjólandi og gangandi. Þarna þyrfti að gera aðrein að húsinu og er pláss fyrir hana.

Points

Nauðsynleg svo hægt sé að hleypa farþegum inn/út með öruggu móti!

Þetta er stórhættulegt öllum eins og þetta er núna og því brýnt að lagfæra sem allra allra fyrst

Algerlega nauðsynlegt fyrir fjölbýli þar sem íbúafjöldi er svipaður og í litlu sjávarþorpi að hafa eitt stæði/aðrein fyrir sjúkrabíla, leigubíla og sendla. Það er eiginlega ótrúlegt að skipulagsyfirvöld hafi ekki sett þá kröfu þegar byggingun var samþykkt.

Í raun ótrúlegt að þessi aðrein sé ekki komin fyrir löngu, þó ekki væri nema vegna öryggismála

Skapar hættu þegar ekið er framhjá kyrrstæðum bíl þarna enda nálægt gatnamótum Seljavegar.

Það eiginlega segir sig sjálft að setja verði aðrein við húsið. Það er ekki hægt að stoppa bíl svo vel sé, og afar fá bílastæði annarsstaðar. Þetta fannst mér verst þegar amma kom í heimsókn og varla vinnandi vegur að koma henni inn í húsið.

Svo hægt sé að fara úr og í bíl við aðalinnganginn. Einnig þarf að huga að aðgengi hreyfihamlaðra.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information