Opna sundlaugina við Ölduselsskóla fyrir almenning

Opna sundlaugina við Ölduselsskóla fyrir almenning

Að opna sundlaugina við Ölduselsskóla fyrir almenning og bæta við heitum pottum og gufubaði svo íbúar í hverfinu get nýtt sér eftir að kennslu lýkur á daginn. Hafa t.d. opnunartímann frá 17:00 -21:00 á virkum dögum og opið um helgar á sama tíma og aðrar laugar.

Points

Heilsuefling fyrir íbúa Seljahverfis

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd, synd að nýta ekki aðstöðuna, auk þess sem langt er í næstu sundlaug innan hverfisins (Breiðholtslaug í Efra Breiðholti)

Frábær hugmynd og mætti gera eins með laugina við Breiðholtsskóla

Frábær hugmynd

Snilldar hugmynd! Yrði frábært fyrir nærumhverfið og myndi svo sannarlega næra samfélagsandann!

Þetta er ein besta hugmynd sem fram hefur komið í betri Reykjavík. Ef þessi hugmynd kemst í framkvæmd þá njóta allir í hverfinu góðs af, ungir sem aldnir.

Hef oft hugsað um þetta og ég tel að þessi framkvæmd myndi nýtast öllum íbúum hverfisins.

Frábær um að gera að níta hana allt árið.😍

Legg til að þessi opnun verði allt árið og þá með lengri opnunartíma yfir sumarið.

Frábær hugmynd!

Nær heimilinu röltfæri og gaman ađ hitta nágrannana

Notalegt að fara í sund og frábært að geta labbað og þurfa ekki að nóta bílinn!

Þetta er frabær hugmynd. Algjör synd að sja hana standa tóma sérataklega á sumrin. Mundi alveg klárlega nýta mér þessa laug.

Nýta innviði sem eru til. Lítil viðbót í kostnaði (stuttur opnunartími og litlar viðbótarframkvæmdir) en mikill munur fyrir hverfið. Jafnvel hægt að hafa eftirmiðdagsopnun með áherslu á leiki en morgunopnun (til 8) bara fyrir heilsubótarsund.

Frábær hugmynd. Um að gera að nýta þessa laug.

Frábær hugmynd! Heilsueflandi fyrir nærsamfélagið og styrkir einnig foreldrasamskipti þegar fólk hittist saman í sundi :)

Frekar nauðsynlegt að fá eina sundlaug í víðbót í Breiðholtið þar sem það er oft fullt í Breiðholtslauginni eftir að worldclass opnaði. Breiðholt er líka orðið mjög stórt hverfi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information