Breyta Gönguljósum á Miklubraut við Stakkahlíð

Breyta Gönguljósum á Miklubraut við Stakkahlíð

- - - BREYTA GÖNGULJÓSUM Á MIKLUBRAUT VIÐ STAKKAHLÍÐ (VIÐ 365 HÚSIÐ) ÞANNIG AÐ HÆGT SÉ AÐ FARA YFIR Í EINNI LOTU EN EKKI ÞURFA AÐ BÍÐA Á MIÐEYJUNNI. ALVEG EINS OG ER Á MIKLUBRAUT VIÐ REYKJAHLÍÐ/KLAMBRATÚN. - - - Ýtarleg greinargerð : Gönguljós á Miklubraut við Stakkahlíð (móts við 365 húsið) eru þannig að það þarf að fara yfir í tveimur (2) skiptum. Fyrst ýta á takka og bíða eftir grænum kalli og ganga yfir tvær (2) akreinar. Svo aftur ýta á takkann á miðeyjunni til að bíða eftir grænum kalli fyrir hinar tvær (2) akreinarnar. Plús eina Strætóakrein. Þetta er sérstaklega leiðinlegt þegar einhver er nýbúinn að nota ljósin fyrir hinar tvær (2) akreinarnar. Þá getur biðtíminn verið langur. Miðeyjan er líka erfið yfirferðar, þröng og í sveig sem gerir það erfitt að mæta fólki. Sérstaklega fólki á hjólum - sem hefur aukist undanfarin ár. Þegar það er snjór á veturnar þá safnast svo slabb á miðeyjunni. Það eina sem þarf að gera er að gera nýja malbikaða stígtengingu sunnanmegin Miklubrautar, taka niður hliðið á miðeyjunni, færa gangbrautastaurinn sunnanmegin nokkra metra og breyta stillingunum á gangbrautarljósunu þannig að það verði hægt að ganga yfir í einni lotu. Lítill kostnaður og lítil framkvæmd sem breytir miklu. Miðað er við að gangbrautakallinn logi í samtals 20 sekúndur til að komast yfir 5 akreinarnar + 5 sekúndna rýmingartíma. (3 skúndur fyrir hverja akrein og 3 sekúndur fyrir miðeyjuna). Heimsendi verður svo frestað þótt bílstjórar þurfi að sitja í sætunum sínum 10 sekúndum lengur, enda er samskonar fyrirkomulag á gönguljósunum við Reykjahlíð mótsvið Klambratún þar sem hægt er að fara yfir í einni lotu. Endir.

Points

Betra fyrir gangandi og hjólandi að geta komist yfir í einni lotu en ekki þurfa að taka sveig og bíða á þröngri miðeyjunni.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Svo miklu betra fyrir alla að þurfa ekki að bíða á miðeyjunni í nokkrar mínútur!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information