Fallegur, skemmtilegur rólóvöllur við Miðtún

Fallegur, skemmtilegur rólóvöllur við Miðtún

Róló við Miðtún/Sóltún er orðinn mjög lúinn og ljótur. Það vantar alveg tæki fyrir yngstu börnin og ekkert er þar fyrir fullorðna, svosem bekkir til að sitja á meðan börnin leika. Leikvöllurinn er bæði nálægt elliheimili og grunnskóla sem og í stóru hverfi svo margar ástæður eru til þess að gera völlinn að skemmtilegri miðstöð fyrir íbúa til að hittast og leika saman. Gaman væri t.d. að hafa þarna rólur fyrir yngstu börnin, vegasölt, bekki, meiri gróður og bekki, jafnvel útigrill og borð.

Points

Sniðugt, það væri æði að fá róló þar

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Styð þetta. Íbúar Túnanna hafa ekki mjög sterka hverfisvitund, enda á man einhvernveginn hvorki heima í Hlíðum eða Laugardal. Setjum upp fallegan róló, útigrill og þéttum hópinn!

Hverfið fer sífellt stækkandi og mikið af börnum og fullorðnum í hverfinu sem hefðu gaman af því að eiga fallegan samkomustað.

Það vantar gríðarlega fjölskylduvænt svæði fyrir túnin þar sem börn og foreldrar geta leikið, kynnst nágrönum og átt góðar stundir. Það hefur margoft verið reynt að koma þessari tillögu í gegn en þar sem Túnin tilheyra einnig Laugardal þar sem mikill fjöldi fólks býr þá virðist sem þetta verkefni mæti alltaf afgangi. Með stækkandi Túnaherfi þá væri kjörið að koma þessu í gegn þetta árið.

Að mínu mati hafa Túnin hingað til verið svolítið útundan hvað varðar uppbyggingu útivistar, grænna svæða og annarra fjölskyldusvæða, inn á milli allra háhýsanna og steypunnar. Það verður að fara að bæta úr þessu, enda er hverfið sístækkandi - hér rísa ný heimili upp á hverju ári. Það hefur margsannað sig að grænir reitir í þéttbýlum létta lund og auka lífsgæði. Það eru sárafá græn svæði eftir í Túnunum, og almenningsgarðar og leikvellir eru af skornum skammti. Vonandi verður úr þessu bætt.

Svo mætti í leiðinni tengja rólóvöllinn við hverfisgarðana á bakvið hjúkrunarheimilið og sameina þetta í stærri almenningsgarð í miðju hverfinu. Þarna á milli og í kring er mikið af sjálfsánum gróðri sem mætti styrkja með áburðargjöf, afmarka með hellusteinum og breyta í gróðurbeð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information