Bílastæði fyrir íbúa Miðtúns

Bílastæði fyrir íbúa Miðtúns

Bílastæðin við Miðtún eru mikið notuð af þeim sem starfa í túnunum, enda eru fjölmörg fyrirtæki við Borgartún og lítið um ókeypis stæði. Íbúar við Miðtún eiga oft erfitt með að fá stæði á daginn af þessum sökum. Gott væri að rukkað væri fyrir stæði við Miðtún til að letja fólk til að leggja þar og gefa íbúum stæðakort svo þeir geti lagt frítt, eða hreinlega merkja sem einkastæði fyrir íbúa.

Points

Íbúar vilja geta gengið að stæðum vísum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég hef bara aldrei nokkurn tímann lent í því að fá ekki stæði í götunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information