Seljahlíð - bæta ástand utandyra hja heimilinu

Seljahlíð - bæta ástand utandyra hja heimilinu

Alvarlega þarf að laga bekki í kringum húsið svo heimilisfólk geti sest niður á meðan það er að ganga og geta haft góða samverustund saman fyrir utan húsið. Einnig þarf að hreinsa stéttir og milli hellanna svo heimilisfólk geti verið hreykið af heimilinu sínu og vilja njóta stunda utandyra í fallegu umhverfi. Margar hellur eru orðnar mishæðar í kring og er erfitt fyrir fólkið að ganga þar með grindur og ýta sér á hjólastólum í því ástandi. þetta verður að laga. Þetta er heimili fólks og auðvitað ættu þau að geta verið hreykin af ástandinu á því en svo er ekki raunin með ástandið utandyra eins og stendur, því skora ég á Reykjavíkurborg að taka svæðið algjörlega í gegn hér í vor og sumar.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þarf að snyrta til og laga bekki bara svo fólk eins og ég sem finnst gaman að labba um þetta fallegt svæði getur hvilt sig.

Húsnæðið er orðin til skammar og farið að láta á sjá svo um munar , lóð einnig til skammar . Mætti líka útbúa betri svæði fyrir utan til að vistmenn geti farið út . Einnig mætti tala til að innan

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information