Hundasvæði í Vesturbæ

Hundasvæði í Vesturbæ

Útbúa rúmgott, afgirt hundasvæði í Vesturbæ. Staðsetning gæti verið við hliðina á Sundlaug Vesturbæjar eða annars staðar miðsvæðið í hverfinu.

Points

Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigði hunda að geta leikið sér frjálsir og öruggir með öðrum hundum. Hundur getur ekki fengið fulla útrás fyrir félags- og hreyfiþarfir sínar í bandi. Ef það er ekkert aðgengilegt hundasvæði neyðist fólk til að sleppa hundunum sínum þar sem það er öðrum til ama. Það er auk þess afar mikilvægt út frá umhverfisverndarsjónarmiðum að fólk þurfi ekki að fara út úr sínu hverfi með alla hluti. Og jafnréttismál að ekki eingöngu jeppaeigendur geti leyft sér að eiga hund.

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Hundagerði við Vesturbæjarlaug“.

Hundar þurfa hreyfingu og í hundagerði myndu þeir engan angra. Sammála Elínu að öllu leyti.

Tek undir með Elínu Björgu Héðinsdóttur. Það þarf að gera ráð fyrir hundum og svæðum fyrir þá í borginni og þá ekki einhverjum litlum hundagerðum heldur svæðum þar sem þeir fá að hlaupa um og hreyfa sig. Hundeigendur greiða leyfisgjald til borgarinnar en fá lítið í staðinn. Hundaeign er orðin mjög almenn og því þarf borgin að laga sig að þeirri staðreynd í öllum hverfum borgarinnar.

Ekki við sundlaug Vesturbæjar. Það ætti að stækka sundlaugina svo fleiri geta synt. Skólasundið tekur alveg yfir. Stækka sundlaugina. Hundar geta farið annað, og nú er ég mikil hundamanneskja en ekki þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information