Hringtorg á mótum Vínlandsleiðar og Þúsaldar

Hringtorg á mótum Vínlandsleiðar og Þúsaldar

Hættuleg gatnamót þarna, einnig við hliðina þar hægt er að fara inn á bílaplan Gullhamra, Krónunnar og KFC. Mætti ekki breyta aðkomu þar að og tengja líka við hringtorgið eins og ég reyni að sína hér á myndinni (X þýðir loka fyrir opnun hér og blá lína er nýja aðkoman að planinu). Bæði þessi gatnamót finnst mér vera óásættanleg í dag vegna slysahættu, sérstaklega á álagstímum.

Points

Sammála

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Gera inn- og útakstur á bílaplani Krónunnar myndi laga mikið - en þetta svæði þarf að endurskipuleggja, eru mjög erfið þessi gatnamót þarna, öll þrjú.

Þessi reitur er algjört hönnunarslys, skipulag hverfisins gerði ráð fyrir verslun efst á hæðinni og þar mundi vera þjónustukjarni. Sem átti sér ekki viðreisnar von án matvöruverslunar. Þarna er því ekki gert ráð fyrir allri þessari umferð og ekki batnaði það eftir að KFC bættist við. Í það minnsta verður að bæta alla aðkomu að versluninni og jafnvel bjóða fleiri leiðir til að keyra út af planinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information