Hundagerði á svæðinu milli Flúðasels og Engjasels

Hundagerði á svæðinu milli Flúðasels og Engjasels

Lokaða græna svæðið á milli Flúðasels og Engjasels er frábær staður fyrir hundagerði. Þar eru nú þegar sparkvöllur og leikvöllur, og mikil umferð af hundum og fólki í gönguferðum þar. Hluti af svæðinu nýtist illa og það er algjörlega pláss fyrir smá hundagerði þar til að leyfa hundum og eigendum að leika sér á afgirtu svæði. Þarna eru nú þegar stígar, lýsing (sem þyrfti kannski aðeins að bæta), ruslatunnur o.fl. þannig að það ætti ekki að vera gríðarlega dýr aðgerð. Svæðið fyrir ofan leikskólann Hálsaskóga gæti líka komið til greina. Athugið að hundagerði þurfa ekki að vera mjög plássfrek! Gerðið myndi auka ánægju hundaeigenda og hunda í hverfinu talsvert. Vissulega er hundagerði í skóginu fyrir neðan fellin en það er dálítill spölur og leiðin liggur yfir leiðinleg gatnamót yfir stórumferðargötuna Breiðholtsbraut.

Points

Þessi hugmynd var sameinuð við hugmyndina „Hundagarður“ sem er í kosningu.

Fallegt og vel gert hundagerði er hagur allra, ekki bara hundaeigenda. Þetta býður upp á umhverfisþjálfun hunda, þarna geta þeir hitt aðra hunda og lært að umgangast þá. Einnig hafa aðrir gaman að því að fylgjast með hundum að leik og er þetta góð leið fyrir þá sem eru hræddir við hunda en vilja vinna á því að fylgjast með þeim leika í gerðum. En svona gerði þarf að vanda eins og annað sem fólk á að njóta.

Það mætti uppfæra allt þetta svæði, setja upp hundagerði, sparkvöll í stað ónýts fótboltavallar og nýta afgangspláss í einhverskonar torg þar sem gaman væri að eyða tíma á sumrin

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information