Bæta lýsingu á gangbraut við KR

Bæta lýsingu á gangbraut við KR

Þetta er gangbrautin sem flest börnin sem eiga heima úti á Granda eða Skjólum nota á leið sinni af æfingu í KR. Dimmasti staðurinn er einmitt yfir gangbrautinni en það óvenju langt á milli ljósastaura þarna. Það þyrfti að bæta lýsingu verulega til að tryggja öryggi fjölda barna sem eiga þarna leið um daglega.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mætti líka setja upp ljósaskilti sem minnir fólk á að það er að keyra yfir 30 km/klst hámarkshraða

Það vantar einn ljósastaur í þessa röð, sem væntalega hefur verið tekin við byggingu Frostaskjóls 9 en ekki settur aftur. Frekar óheppilegt að þetta sér einmitt við gangbraut og enda á göngustíg.

Algjörlega nauðsynleg aðgerð að bæta lýsingu í Frostaskjólinu t.d þegar það eru viðburðir í KR er bílum þétt lagt í Frostaskjólinu og fólk er að skjótast á milli þeirra yfir götuna. þegar það er dimmt og rigning er bara heppni að fólk sé ekki keyrt niður. Lýsing mynd svo sannarlega bæta öryggið í kringum KR. Það mætti líka vera kveikt á kösturunum við KR völlinn á morgnana yfir dimmasta tíma ársins á þeim tíma sem börnin eru að labba í skólann.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information