Leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla

Leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla

Þegar skólalóð Ölduselsskóla var lagfærð fyrir nokkrum árum var kastali sem var á efra plani skólalóðarinnar fjarlægður, af því að hann var orðinn lélegur. Samkvæmt teikningum af lóðinni átti hann að standa þrátt fyrir endurbætur lóðarinnar. Nú hafa foreldrar barna í skólanum hug á að fá nýjan kastala á þann stað sem sá gamli stóð. Kastalinn var mikið notaður, bæði á meðan á skóla stóð og á öðrum tímum, af börnum í hverfinu.

Points

Samkvæmt skipulagningu lóðar á þessi kastali að standa.

Kastalinn með mjög mikið notaður af nemendum og var tilefni til margar leikja og virkjaði hugmyndaflug barnanna.

Mikill söknuður af gamla kastalanum. Þar var mikið leikið bæði á skólatíma sem utan skóla og þetta eykur svo sköpunargáfu og hugmyndaflug barna.

Kastalinn eykur gleði og virkjar nemendur og aðra krakka í nágrenninu til að leika sér saman í sátt og samlyndi.

Kastalinn átti að standa, hægt er að færa rök fyrir því að skólasamfélagið hafi verið svikið þegar hann var fjarlægður.

Algjörlega sammála :-) krakkarnir notuðu þennan kastala mjög mikið og það væri frábært ef hægt væri að koma nýjum upp í staðinn fyrir þann gamla.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information