Opna Rauðalæk/Færa lokun

Opna Rauðalæk/Færa lokun

Það mætti opna Rauðalæk fyrir umferð og setja þrengingar í sitthvorn endann og einnig að banna stórum bílum að keyra í ggnum götuna nema þegar flutningar eiga sér stað.Ef þetta er ekki framkvæmalegt þá mætti færa lokunina að Bugðulæk.

Points

Fyrir skömmu var lokunin gerð fallegri eftir hverfiskosningu. Þessari hugmynd um að gera Rauðalæk að gegnumstreymis götu aftur hefur aður verið hafnað. Lokunin er vel heppnuð og er komin til að vera, sem betur fer fyrir okkur íbúana.

Hverfið þolir ekki að Rauðalækur sé ekki opinn þar sem stífla er við ljósin á Laugalæk og Sundlugavegi

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þetta gengur ekki lengur! Það er líka hætta af umferð sem fer á milli Laugarnesskóla, Sundlauganna og Laugalækjarskóla. Umferða að ofan og neðan þarf að fara þarna um og er meira áberandi vegna lokunar á Kirkjusandi. Þetta var kynnt sem tilraunarlokun og nú er tilrauninni lokið!

Ég er hlynnt áframhaldandi lokun Rauðalækjar. Þarna býr mikið af barnafjölskyldum, og takmörkun umferðar um götuna hefur hjálpað mikið við að tryggja öryggi þeirra. Ég sé ekki hvernig opnun götunnar ætti að losa (að mínu mati lítilvæglega) stíflu við Laugalæk.

Hlynntur áframhaldandi lokun Rauðalækjar f.o.f. vegna öryggissjónarmiða hvað öryggi íbúa/barna varðar. Fyrir lokun var mikil traffík í gegnum götuna og akstur oft yfir hraðamörkum. Gatan er þröng þegar bílum er lagt beggja megin (mikið um það), slysahætta mikil við þessar aðstæður. Ekki réttlætanlegt að opna aftur fyrir þetta mikla flæði bifreiða sem á að beina í gegnum breiðari götur (Sundlaugavegur/Dalbraut, Laugarnesvegur norður/Sæbraut)

Ég skrifa hér fyrir hönd foreldra minna sem eru frumbyggjar á Rauðalæk og búa þar enn. Þegar götunni var lokað fyrir gegnumstreymisumferð þá bæði fækkaði bílum og ökuhraðinn lækkaði og öryggi gangandi vegfarenda batnaði. Þau eru mjög ánægð með lokun Rauðalækjar og vilja hafa hana áfram.

Þetta mál hefur aldrei verið hugsað til enda, hef búið á Rauðalæknum síðan 1995, bý alveg við lokunina. Bílastæða vandamál eru algeng sérstakega yfir sumarið. Mjög erfitt er að bakka inn og út úr innkeyrslu og það kemur oft fyrir að bílum sé lagt fyrir innkeyrsluna. Yfir veturinn er líka bílastæða vandamál og síðasti leggurinn frá Bugðulæk að botni er sjaldan ruddur og þegar ekki eru bílar í botninum er öllum snjónum ýtt þangað og öll bílastæðin tapast. Myndi vilja sjá þrengingar i stað lokunar

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information