Hraðahindranir og gangbrautir í Hamrahverfi

Hraðahindranir og gangbrautir í Hamrahverfi

Ökuhraði er mikill í Hamrahverfi, Lokinhömrum. 2 gangbrautir og 2 þrengingar eru í hringnum sem er alls ekki nóg. Börn þurfa að komast yfir götuna til að komast í skóla (og heimsækja vini) og eru í stórhættu oft og tíðum vegna ökuhraða. Fleiri gangbrautir og hraðahindranir myndu auka öryggi yngri kynslóða.

Points

Frekar en að valda sliti og skemmdum á bifreiðum mætti lækka hámarkshraða í 30 og setja upp skilti sem sýna hraða ökumanna. 50km/h er óþarfa hár hraði þar sem börn ganga í skóla

Algjörlega sammála að þetta er brýn nauðsyn! Meginreglan hjá Rvk borg er að þar sem börn þurfa að fara yfir götu í skóla á hámarkshraði að vera 30 km/klst. Þetta fyrirkomulag hefur ekki verið við Lokinhamra sem er mjög skrýtið og margir aka mjög hratt milli t.d þrengingarinnar og hornsins norðanmegin. Síðan er hvergi að sjá gangbraut þeim megin og börn á leið í skóla þurfa að krossa þessa hraðakstursgötu, t.d. við Stakkhamra án þess að geta notað gangbraut eins og þeim er kennt í umferðarreglum.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það er gott að börnin okkar séu örugg í umferðinni.

Rétt að taka fram að það er hvergi 30 km svæði á Lokinhömrunum þrátt fyrir að börn þurfi að fara yfir götuna til að sækja skóla og einungis ein gangbraut á götunni við undirgöngin inn í hverfið.

Alls ekki fleiri hraðahindranir í borgina takk. Setja frekar upp gönguljós.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information