Hjóladagur á miðstigi – hjólað með fyrirmyndum!

Hjóladagur á miðstigi – hjólað með fyrirmyndum!

Hjóladagur á miðstigi – hjólað með fyrirmyndum!

Points

Betri rök / útfærsla : Það væri gaman og alveg til fyrirmyndar að fá leiðbeinendur * með þekkingu á hjólreiðum, helst sem hefur fengið þjálfun í að leiðbeina í Hjólafærni * til að hjóla með nemendum á miðstigi um hverfið. E.t.v. mætti halda smá almenna fræðslu á Klambratúni með öllum miðstigsnemendum hvefisins sem hjóluðu svo með kennara í Hjólafærni og gjarnan með lögregluþjónum um hverfið og enduðu hvert í sínum skóla. Ljómandi skemmtilegt á föstudeginum eftir sumardaginn fyrsta.

Hjólafærni er til í samfélaginu í dag. Þar er vilji til að vinna einmitt að því að efla hjólamenningu í skólum á öllum skólastigum. Í vor verða námskeið boðin í Háteigsskóla, Austurbæjarskóla og Hlíðarskóla í samvinnu við Kamp. Eins hefur Hjólafærni verið með Dr. Bæk á vorhátíð Háteigsskóla og fleiri skóla undanfarin ár. Búið er að leggja niður fræðsludeild Ríkislögreglustjóra. Það gerðist bara einn daginn og ekkert sýnilegt kom í staðinn.

Það væri gaman og alveg til fyrirmyndar að fá lögregluna með forvarnarfræðslu (eða lögregluskólann) um hjólreiðar og til að hjóla með nemendum á miðstigi um hverfið. E.t.v. mætti halda smá almenna fræðslu á Klambratúni með öllum miðstigsnemendum hvefisins sem hjóluðu svo með nokkrum lögregluþjónum um hverfið og enduðu hvert í sínum skóla. Ljómandi skemmtilegt á föstudeginum eftir sumardaginn fyrsta.

Setti inn þessum rökum óaðvitandi um að Sesselja væri að skoða sama mál ...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information