Rennibraut í sundlaugina í Úlfarsárdal

Rennibraut í sundlaugina í Úlfarsárdal

Myndir sem hafa birst nýlega af sundlauginni sem á að rísa í Úlfarsárdal virðist ekki vera með neina rennibraut. Sundalaugar eiga að vera andráttarafl fyrir börnin því er nauðsynlegt að hefja hönnun svo það sé gert ráð fyrir henni í skipulaginu strax.

Points

Myndir sem hafa birst nýlega af sundlauginni sem á að rísa í Úlfarsárdal virðist ekki vera með neina rennibraut. Sundalaugar eiga að vera andráttarafl fyrir börnin því er nauðsynlegt að hefja hönnun svo það sé gert ráð fyrir henni í skipulaginu strax.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Kárlega það sem þarf og fólk væntir af nýrri laug að þar verði afþreiing fyir börn. Tala nú ekki um það sem fólki var lofað þegar það keypti lóð í hverfinu um vatnaparadís.

Sundalaugar eiga að vera andráttarafl fyrir börnin og því er það augljóslega mikið hagsmuna- og lífsgæðamál fyrir þau að hafa aðgang að sundlaugum með rennibrautum. Svo geta fullorðnir meira að segja haft gagn og gaman af þeim líka!

👍 þetta er snilldar hugmynd og styð ég hana 100%. Sjáið bara aðsóknina í sundlaug Mosfellsbæjar sem er með eina bestu rennibrautir landsins og aðstöðu fyrir barnafólk. Þetta myndi klárlega bæta hverfið helling.

Það nær ekki nokkurri átt að ætla ekki að gera ráð fyrir rennibrautum og afþreyingu fyrir börnin í nýrri sundlaug í sístækkandi barnahverfi. Taka mætti t.d. Lágafellslaug og Salalaug til fyrirmyndar.

Þessi sundlaug þarf að þjóna íbúum og skólum í Grafarholti, Úlfarsárdal og Reynisvatnsás. Á því svæði sem hún er fyrirhuguð er einnig stefnt að uppbyggingu menningarmiðstöðvar og stórra íþróttamannvirkja í næsta nágrenni Dalskóla. Það er mikil skammsýni að nýta ekki tækifærið strax og byggja til framtíðar þá aðstöðu og aðbúnað sem þessi hverfi þarnast og huga þarf að því að hverfin munu stækka frekar í náinni framtíð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information