Gangstéttin við Verzló verði merkt betur

Gangstéttin við Verzló verði merkt betur

Að gangstéttin milli Neðstaleitis 2-4 og bílaplans Verzlunarskólans verði merkt með stikum eða girðingu svo að snjómokstursbílar sjái gangstéttina og moki ekki snjónum af bílaplaninu upp á gangstéttina sem gerir það svo að verkum að snjómokstursbílar borgarinnar geta ekki skafið gangstéttina og gangandi og hjólandi vegfarendur komast ekki leiðar sinnar dögum og jafnvel vikum saman.

Points

Það er mjög mikilvægt að snjómokstursbílar sjái að gangstétt sé fyrir hendi svo þeir moki ekki snjó upp á gangstétt sem veldur því svo að snjómokstursbílar borgarinnar geta ekki hreinsað gangstéttina og gangandi og hjólandi vegfarendur komast ekki leiðar sinnar svo dögum og jafnvel vikum skiptir.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information