Hugmyndin er að setja upp girðingu sem skarast til að stýra umferð og loka betur aðkomuleiðum að skólanum. Foreldrar og starfsmenn frístundaheimilis og skóla hafa lengi óskað eftir "lokun" Bergþórugötumegin. Boltar, og börn í kjölfarið fara út á Bergþórugötuna. Bílar eiga til að keyra þarna inn.
Brýnt að bæta öryggi og vinnuumhverfi barna og starfsmanna. Það er búið að vinna undirbúningsvinnu. Gert hefur verið ráð fyrir girðingu sem skarast Bergþórugötumegin á yfirlitsteikningum vegna endurgerðar skólalóðarinnar teikningar frá 6.6.2011. Gott að koma þessu í framkvæmd sem fyrst.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation