Endurbætur á skólalóð Ártúnsskóla og leikskóla Ártúnsskóla

Endurbætur á skólalóð Ártúnsskóla og leikskóla Ártúnsskóla

Skólalóðin við Ártúnsskóla er orðin sjúskuð, leiktæki eru illa farin og óspennandi. Leiktækin og umhverfið hvetja ekkert sérlega til hreyfingar barnanna í útiveru og frímínútum. Kominn er tími til að endurskipuleggja og endurnýja bæði leikskólalóðina og skólalóðina.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Löngu kominn tími á þetta

👍

Löngu orðið tímabært að hressa upp á skólalóðina!

Tek heilshugar undir þetta. Lóðin er meira og minna bara steinsteypt plan og hóll sem verður drullusvað í vor (vetur, sumar og haust) rigningunni.

Fyrir löngu tìmabært að laga lóðina, hún stenst engan vegin nútíma kröfur.

Löngu orðið tímabært - lóðin er orðin hálfgert drullusvað og leiktækin úr sér gengin

Algerlega sammála, þessi lóð er löngu komin á tíma.

Sannarlega kominn tími til að bæta aðstöðuna fyrir börnin í skólanum. Þetta er kalt og fráhrindandi eins og þetta er í dag. Má endurskipuleggja og gera þetta að hlýlegra umhverfi.

Löngu tímabært að laga þessa fallegu lóð við Ártúnsskóla. Lóðin er orðin eitt moldarflag þannig að í ákveðnu veðri verða föt barnanna mjög skítug og skemmast auðveldlega. Þetta myndi spara þrif í skólanum og spara okkur foreldrum endalausa þvotta. Sem sagt ekki bara fallegra heldur líka miklu umhverfisvænna og myndi spara skólanum pening.

Frábær hugmynd, ótrúlega óaðlaðandi skólalóð

Skólalóðin okkar er orðin barn síns tíma og löngu tímabært að hún fái uppfærslu í samræmi við aðrar skólalóðir í Reykjavík. Það er ótrúlegt hvað þetta hefur fengið að sitja lengi á hakanum, þó að um lítinn skóla sé að ræða :/

Löngu kominn tími á þetta!!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information