Endurskipulagðar húsagötur

Endurskipulagðar húsagötur

Hægt er að breyta skipulaginu í húsagötunum í Hlíðunum sunnan Miklubrautar á ódýran og einfaldan hátt, annars vegar til að gangandi/hjólandi einstaklingar fái viðunandi aðstöðu (norðanmegin í götunum), hins vegar til að draga úr hraðakstri. Þetta myndi örlítið fækka bílastæðum á götunum, en í því samhengi má benda á að bílastæði í innkeyrslum og bílskúrum eru áberandi vannýtt í hverfinu. Það væri kannski líka hægt að rukka sanngjarnt afnotagjald af bílastæðum á götu og láta þann pening renna beint í að kosta upphitun á göngu/hjólastígunum, þá gætu börnin í hverfinu alltaf hjólað í skólann sinn örugg og á góðu undirlagi.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Algjörlega á móti þessari hugmynd, amk eins og hún er uppsett hér. Ég eyði á flestum kvöldum ca 10-25 min í að keyra hring eftir hring eftir hring um allar hlíðarnar að leita að bílastæði ef komið er heim eftir kl 20:00. Þau eru öll yfirfull, líka innkeyrslur og með rétt um 300000 kr leigu á mánuði, kæmi aldrei til greina að borga líka fyrir bílastæði. Hins vegar má alveg hugsa hvort að það þurfi í alvöru að eiga 1-3 bíla á hverju heimili þegar strætó samgöngur í hverfinu eru mjög einfaldar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information