Hreinsa og laga Elliðaárdal frá stíflu og upp að brú

Hreinsa og laga Elliðaárdal frá stíflu og upp að brú

Það þarf að slá gras og hreinsa arfa á svæðinu frá brúnni rétt hjá Fylkissvæði niður að stíflu. Þetta er orðið mannhæða hátt á sumrin. Gott væri að setja útivistarsvæði með bekkjum og grasflöt þar sem hægt væri að setjast niður og horfa niður að ánni, borða nesti, liggja í slegnu grasi og þar sem börn og fullorðnir geta átt góða stund. Göngustíginn þarf að endurbæta og hann mætti vera breiðari.

Points

Veitir fólki möguleika á að njóta náttúrunnar í Elliðaárdal, gerir umhverfið huggulegra og fleiri valmöguleikar um útvistarsvæði

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Alveg vonlaust verk að ætla að halda þessu sem einhverjum slegnum flötum og ekki til að bæta ásýndina. Hár og síbreytilegur gróður á þessu svæði er eitt af sérkennum þessa náttúrulega svæðis. Engar flatir takk.

Í öllum stórborgum eru útivistarsvæði, stórir garðar og mikið lagt í að hafa þetta vel slegið og snyrtilegt. Mér finnst alveg sjálfsagt að fara þarna yfir á hverju sumri og laga til. En ef það þykir of mikið þá a.m.k. að búa til svæði þar sem hægt er að setjast í grasið og horfa niður að ánni, njóta einhvers útsýnis en nú sér maður bara í næsta göngumann og þarf vel að gæta að sér að vera ekki fyrir hjólareiðamönnum. Mér finnst þetta virkilega hafa farið niður, njóli og lúpína lítt fallegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information