Umferðaröryggi við Sólfarið

Umferðaröryggi við Sólfarið

Auka öryggi gangandi vegfarenda á milli Sólfars og Frakkastígs.

Points

Oft er margt um ferðamanninn í kringum Sólfarið. Yfirleitt fer fólk yfir Sæbrautina beint suður af Sólfarinu og þar er engin gangbraut. Það býður hættunni heim.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Hef fylst með túristum, sem kom úr Skugga, klöngrast yfir og upp á hljóðmönum í snjó og hálku eða vaða drullu sunnan við Olís í þeirri viðleitni að komast yfir á göngustíginn og Sólfarið. Þetter mikil ómynd og þarf að laga. Bergur Felixson

Algjörlega sammála. Mörg hundruð ferðamanna hlaupa daglega yfir Sæbraut og einhver þeirra mun slasast einn daginn. Líka streituvaldandi fyrir ökumenn. Að auki er grasvöllurinn milli Sæbrautar og Skúlagötu eyðilagður - óþarfa kostnaður fyrir borgina að lagfæra þetta. Mjög einfalt væri að stýra umferð gangandi að göngubraut austan við gatnamót. Sólfarið blasir við frá Hallgrímskirkju svo án leiðbeininga eða hindranir er eðlilegt að ferðamenn fara beina leið.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information