Gangbraut yfir Reykjaveg við Hofteig

Gangbraut yfir Reykjaveg við Hofteig

Til staðar er hraðahindrun, sem ekki er gangbraut. Tillagan snýst um að breyta þessari hraðahindrun í gangbraut. Mikið er um gangandi vegfarendur einmitt þarna yfir. Skólabörn fara oft yfir þarna, með og án fylgdar fullorðinna. Börn á leið til íþróttaiðkunar eftir skóla. Skólahópar fara þarna yfir ásamt öllu þeim einstaklingum er sækja dalinn heim eða á leið sinni úr honum. Bílar stoppa oft, en þar sem þetta er hraðahindrun en ekki gangbraut er það oft sem bílstjórar stöðva ekki og hefur það stundum skapað hættu.

Points

Bætir umferðaröryggi. Lítil breyting, en til batnaðar.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information