Hljóðvarnir við Rauðavatn

Hljóðvarnir við Rauðavatn

Rauðavatn og svæðið í kringum það er afskaplega vinsælt. Fólk fer gangandi, hlaupandi eða hjólandi þarna um, á hestbaki, já, eða jafnvel akandi á bil (af hverju það nú er, skil ég ekki alveg, en það er önnur saga). Það er ljúft að fá sér göngutúr og njóta útiveruna en hljóðmengun sem berist frá Þjóðveginum/Suðurlandsveginum er ofboðslega mikil. Þetta skerður algjörlega upplifunina af þessu fallegu náttúrusvæði. Ég mundi óska mér að þarna yrði settur einhver hljóðveggur sem að sjálfsögðu fellur inn í landslagið en fyrst og fremst minnka hljóðmengunina fyrir þá sem ætla að slappa af eða hreyfa sig eða einfaldlega njóta náttúrunar, og ekki síst fyrir dýralífið á svæðinu. Ég hef hvorki faglega þekkingu né geri ég mér grein hvað svona mundi kostar en mig langar gjarnan að koma þeirri hugmynd loksins að. Takk fyrir mig.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála Valdísi með að fá hjóðmön líka hinu megin sem hljóðvörn upp í hverfið, ekki spurning.

Má bæta við þetta að fá hljóðmön líka hinum megin við veginn til að dempa hávaðan upp í hverfið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information