Hraðahindrun eða blokk við Fjallkonuveg/Logafold

Hraðahindrun eða blokk við Fjallkonuveg/Logafold

Þarna liggur oft við slysum, en þannig er að strætó stoppar þarna (meðal annars nr 31 sem flytur börn til og frá skóla/tómstundum). Það er regla frekar en undantekning að ökumenn sem lenda fyrir aftan strætó bruna framúr honum þegar hann er stopp. Það er þá algerlega óháð því hvort þeir sjái hvort það er að koma bíll á móti eða ekki. Oft hefur legið við slysum þar sem ökumenn eru að taka óþarfa áhættu og það sérstaklega þar sem börn eru mikið á ferð, enda Foldaskóli þarna við hliðina. Það vantar einhverja leið til að minnka þessa framúrkeyrslu, hraðahindranir, þrengingu eða eitthvað. Hugmyndir velkomnar í athugasemdir.

Points

Það er oft tæpt að bílarnir sem taka framúr komist með góðu móti áður en bíll kemur á móti. Spurning um að lækka umferðarhraða lengra út götuna?

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information