Vinsamlegri miðborg

Vinsamlegri miðborg

Grænt svæði með blómum, trjám, bekkjum og gosbrunnum á horni Frakkastígs og Skúlagötu, til ánægju og yndisauka fyrir fyrir íbúana og aðra. (Í stað áætlunar um nýtt hátt hús sem mundi skerða útsýni og lífsgæði íbúanna verulega.)

Points

Nákvæmlega, það er komið nóg af háhýsum sem ekki eru að nýtast íbúum til eins né neins.

Það vantar tilfinnanlega grænt svæði í þessum borgarhluta (Skugginn og nálægð byggð) þar sem íbúar geta horft fram hjá háhýsunum og slakað á. Bý sjálfur í einu þessara háhýsa, en finnst nóg komið og að meira andrými og uppörvandi umhvefi vanti sárlega. Þarna er skilst mér eitt þéttbýlasta svæði höfuðborgarinnar, íbúar margir komnir yfir miðjan aldur eða á eftirlaunaaldur, hafa fjárfest í dýru húsnæði, sumir munu missa verðmætt útsýni sem þeir greiddu mikið fyrir þegar þeir keyptu í góðri trú.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018. Skipulagsferill þessa verkefnis er of langur fyrir tímaramma verkefnisins Hverfið mitt. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi aðila. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information