Hleðslustæði fyrir rafmagnsbíla í íbúðarhverfi!

Hleðslustæði fyrir rafmagnsbíla í íbúðarhverfi!

Koma upp sér hleðslustæðum fyrir rafmagnsbíla í búðarhverfi þar sem fólk hefur ekki bílskúr eða bílageymslu. Það er hægt að koma upp staurum sem að hver sem er getur notað með því að vera með aðgangskort. Það þyrfti að mála sérstæði og koma upp staur sem hvert hverfi getur deilt.

Points

Eg er einmitt að íhuga að kaupa rafmagnsbíl og svona stöðvar mundu hjálpa mér að taka þessa ákvörðun og aðrir með mér.

Það er löngu tímabært að borgin hafi frumkvæði að því að það séu ekki einungis íbúar í sérbýli sem hafa færi á að nýta sér niðurgreiðslur ríkisins á rafknúnum bílum. Meirihluti borgarbúa býr í fjölbýli og borgin þarf að koma á móts við þann hóp svo hann geti tekið þátt í orkuskiptum í umferðinni.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þarna gætu íbúar hverfisins hlaðið til skiptis rafmangsbílana sína án þess að þurfa að vera með sérstakan bílskúr eða bílakjallara. Þetta myndi einnig auðvelda fólki að kaupa sér rafmangsbíl þrátt fyrir að vera ekki með einkastæði.

Það er eitthver tími þangað til mitt húsfélag rafmagnsvæðir bílastæðin fyrir utan fjölbýlishúsið. Allir horfa hver á annan. Þangað til hugleiði ég ekki kaup á rafmagnsbíl. Ef borgin færi í eitthvað samstarf með húsfélögunum í vesturbænum, tæki af skarið á einhvern hátt og hjálpaði þeim að horfa til framtíðar, væri það frábært.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information