Gleðigarður bakvið Miðbæ

Gleðigarður bakvið Miðbæ

Við göngustíginn fyrir neðan verslunarkjarnann Miðbæ (við blokkir og hús á Háaleitisbraut/Safamýri) er opið svæði. Engin umferð er við svæðið og er það eitt fárra grænna svæða í nágrenninu en litið nýtt. Þetta svæði mætti gera mun barn- og fjölskylduænna með t.d. leiktækjum og/eða litlum frispígolfvelli. Eins mætti bæta við bekkjum og jafnvel grilli. Mikilvægt er að þau grænu svæði sem er að finna í hverfinu séu snyrtileg og hafi einhverja afþreyingu svo íbúar nýti þau og njóti þeirra. Það er ekki raunin með þetta svæði í dag og breytinga þörf.

Points

Þetta væri frábær nýting á svæðinu. Ungbarnarólur væru frábærar þarna 😀 og trébekki og borð

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Ég vil gjarnan fá ungbarnarólur þarna og tæki sem henta vel yngstu börnunum svo foreldrar í fæðingarorlofi geti nýtt svæðið á daginn

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information