Fræðsluskilti við útialtarið að Esjubergi

Fræðsluskilti við útialtarið að Esjubergi

Samkvæmt fornritum, Landnámu og Kjalnesinga sögu, byggðist suð-vesturhorn Íslands, og þar með talið Kjalarnes, af landnámsmönnum frá Bretlandseyjum, sem voru bæði af keltneskum og norrænum ættum. Samkvæmt sömu heimildum er talið að vestrænir landnámsmenn hafi reist hér fyrstu kirkju landsins, um 900, tileinkaðri keltneskri kristni.

Points

Bygging útialtarisins, til minningar um þessa kirkju, tengist ekki bara sögu kristnihalds á landinu, einnig menningunni, sögunni og keltneskri arfleifð okkar sem má m.a. sjá í örnefnum á svæðinu. Altarið tengist einnig náttúrunni og útivist. Það er reist í nánd við gönguleiðir á Esjuna og þar er því tilvalinn áningarstaður til hvíldar og íhugunar í fagurri náttúru Esjuhlíða. Ein leið til að koma þessari sögu á framfæri er að reisa fræðsluskilti sem nýtast mun bæði heimamönnum og ferðamönnum.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mjög ákjósanlegt. Alltaf gott að fræðast.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information