Mislæg gatnamót við Sprengisand

Mislæg gatnamót við Sprengisand

Fyrir Breiðholtið er þetta eina tengingin niður í bæ, það gengur ekki að aðgengi fyrir okkur sé svona takmarkað.

Points

Fyrir flesta í Breiðholtinu er þetta eina tengingin út úr hverfinu. Þetta þarf að laga

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Er þegar mikill flöskuháls alla daga. Eina leiðin er að gera mislæg gatnamót

Svo lengi sem gatnamót og stofnbrautir eins og Miklabraut anna ekki umferð á álagstímum dreifist umferð á aðrar, stundum óæskilegar leiðir. Mislæg gatnamót á þessum stað eykur umferðaröryggi, að mínu mati, og með færri stoppum, dregur úr mengun. Varðandi kostnaðinn, þá var búið að samþykkja fjármagn í þessa framkvæmnd.

Leiðir til aukinnar umferðar á Bústaðavegi, sem yrði íbúum Fossvogshverfis til ama. Eykur flöskuhálsáhrif gatnamóta Bústaðavegs og Grensásvegs sem eru þegar talsverð.

Dýr framkvæmd fyrir götu sem er ekki megin umferðaræð

Það lagast lítið á morgnana við að gera mislæg gagnamót. Það á frekar að fjarlægja ljósin alveg, og leyfa bara hægri beygju til suðurs frá Bústaðavegi. Það er hægt að "snúa við" nokkur hunduð metrum fyrir sunnan. Fólk sem kemur úr suðri, getur svo notað slaufuna við Vesturlandsveg, til að "snúa við".

Loka þessum gatnamótum alveg og styrkja aðrar stoðleiðir. Þessi gatnamót eru algerlega galin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information