Bæta vagna/hjólastólaaðgengi við Ljósheima

Bæta vagna/hjólastólaaðgengi við Ljósheima

Sumstaðar í Vogunum er erfitt aðgengi til þess að keyra barnavagna og hjólastóla upp tröppur. Á mörgum stöðum hafa verið lagðar hellur til þess að hjálpa til við að rúlla kerrum/stólum upp samhliða tröppum, en það sést mikið á hellunum. Oftar en ekki rekast hellurnar upp í vagninn, sem situr þá á haka og þá er erfitt að rúlla honum áfram eða til baka. Hugmyndin ætti ekki að kosta mikið í framkvæmd, en myndi hjálpa mjög mikið, því mikið er af barnafólki á svæðinu. Hugmyndin er þá að taka upp eldri hellur og setja nýjar í staðin.

Points

Það er mikið af barnafólki á svæðunum sem notar hliðargötur í Vogunum til þess að keyra um með lítil börn. Bætt aðgengi myndi því hagnast þeim, sem og hjólreiðamönnum og vonandi fólki í hjólastólum. Slysahætta myndi einnig minnka, því þegar hellurnar rekast upp undir barnavagn sem ýtt er niður brekkurnar er hætta á því að þeir velti til hliðanna

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information