Torgið litla á mótum Óðinsgötu, Baldursgötu og Nönnugötu

Torgið litla á mótum Óðinsgötu, Baldursgötu og Nönnugötu

Það þarf að lagfæra þetta litla torg. Það gæti verið virkilega fallegt en er herfilega misheppnað og sóðalegt. Krossviðarspjöldin og grashólarnir, bekkirnir þvers og kruss, alveg glatað. Endilega laga þetta.

Points

Já, hugmyndin um torg þarna er góð, en torgið sjálft agaleg vonbrigði, þarna vill enginn vera, því þetta er ekki aðlaðandi. það þarf að laga þetta.

Eins og torgið er núna er það fráhrindandi og sóðalegt.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Sammála, það þarf að laga þetta torg. Það er hættulegt eins og það er. Væri lítið mál að gera það fallegt og snyrtilegt. Mér og nokkrum öðrum i hverfinu dettur í hug að loka því með hliði svo hægt sé að vera með börn þarna, sem annars ana út á götuna, og bílar keyra allt of hratt. Svo væri hægt að setja falleg blóm og gera þetta torg skemmtilegt á ýmsa vegu, sem myndi vera aðlaðandi og notalegt fyrir fólk á öllum aldri.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information