Laga gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar

Laga gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar

Í fyrsta lagi að banna vinstri beygju frá Miklubraut inn á Lönguhlíð, þá er hægt að lengja græna ljósið fyrir bíla sem fara beint og þar af leiðandi bæta umferðarflæði á einum mesta flöskuhálsinum. Þeir sem eru að fara til vinstri tækju í staðinn hægri beygju og u-beygju á Lönguhlíð þar sem umferð er mun minni. Þá eru beygjuakgreinar notaðar fyrir bíla sem eru að fara beint og hægt að framlengja strætó akgreinar út að gatnamótum. Í öðru lagi að taka út hægri beygjuakgrein frá Lönguhlíð frá norðri. Þar væri hægt að koma fyrir þrem akgreinum, ein sem væri beint og hægri beygja og tvær sem væri fyrir vinstri beygju með sér beygjuljósi til að losa um umferð seinnipartinn. Plús væri gott að taka smá af lóðinni Skaftahlíð 19-25 og breikka gangstéttina þar.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Mér finnst hugmyndin um að banna vinstri beygju frá Miklubraut inn á Lönguhlíð ekki vera góð. Ég átti heima í Stigahlíð 4 í 10 ár og svona breyting myndi skerða innkomuna í þennan hluta Hlíðanna verulega, ofan á það að innkoman í hverfið er ekkert sérstaklega greið núna. Hugmyndin, sem hugsuð er til mótvægis, að þeir sem eru að fara í suðurhluta Hlíðanna,tækju í staðinn hægri beygju og síðan u-beygju á Lönguhlíð við Skaftahlíð, er hreint afleit að mínu mati og skapar fleiri vandamál en hún leysi

Umferðin í Lönguhlíð frá Skipholti er allt of mikil á háanna tíma til að ætlast til þess að U beyjur séu betri kostur þarna. Mögulega hægt að setja vinstri beygju ljós líka við Stakkahlíð af Miklubraut til að létta á þessu en að taka þessa vinstri beygju út finnst mér óráð.

Ég tek undir hugmyndina um að hafa tvær beygjuakreinar á Lönguhlíð frá norðri og inn á Miklubraut til austurs, ef hægt er að koma þvi við. Þarna myndast oft slæmur flöskuháls seinni part dags, sem hægt væri að vinna á með þessu móti.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information