Berjarunnar og ávaxtatré við fjölskyldugarðana í Laugardal

Berjarunnar og ávaxtatré við fjölskyldugarðana í Laugardal

Ræktunarsvæði fjölskyldugarðanna í Laugardal er á nokkru bersvæði og oft órækt í jaðrinum á svæðinu. Ef það væri rammað inn með trjábeðum (berjarunnum / ávaxtatrjám og etv rósum) þá væri auðveldara að halda jaðrinum snyrtilegum og gestir og gangandi gætu nýtt uppskeruna og notið. Einnig mætti bæta aðstæður við Laugargarð (samfélagsgarð í jaðri svæðisins) til upplifunar, etv borð / bekki og aðstöðu til að grilla.

Points

Uppskera í grennd gefur mikla ánægju og í borgarlandi þá þarf að planta nytjajurtunum sérstaklega ólíkt því sem berjabrekkur bjóða upp á annars staðar. Á þessu svæði eru þegar nokkrir berjarunnar sem íbúar svæðisins nýta vel. Því mælir margt með að bæta þarna ásýnd svæðisins með nytsamlegum hætti.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Hverfisráð fór yfir tækar hugmyndir og þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Eplatrjám var plantað, eftitr óskum íbúa, í garðinn við Laugarneskirkju fyrir 4. árum. Þau minnka ár frá ári, kalin og skemmd. Niðurstaðan er sú að ávaxtatré þurfa mikla umönnun, sem ekki er hægt að veita í almenningsgörðum og því betra að nota fé borgarinnar í önnur verkefni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information