Grænni Álfheimar

Grænni Álfheimar

Tré verði gróðursett á eyjum á milli götunnar og gangstéttar. Trén minnka hljóðmengun sem berst frá götunni til aðliggjandu húsa. Fyrir gangandi vegfarendur taka trén athyglina frá óheillandi bílastæðum sem yfirgnæfa vesturhlið götunnar og gefa því trén götunni nýtt grænna útlit og stuðla að bættum loftgæðum og meira dýralífi, s.s. fleiri fuglum. Rannsóknir benda einnig til þess að trjágróður í umferðargötum hægi á bílumferð. Teikningar: Jóhann Magnús Kjartansson, arkitekt.

Points

Trén minnka hljóðmengun sem berst frá götunni til aðliggjandu húsa. Fyrir gangandi vegfarendur taka trén athyglina frá óheillandi bílastæðum sem yfirgnæfa vesturhlið götunnar og gefa því trén götunni nýtt grænna útlit og stuðla að bættum loftgæðum og meira dýralífi, s.s. fleiri fuglum. Rannsóknir benda einnig til þess að trjágróður í umferðargötum hægi á bílumferð.

Hugmynd þessi var metin tæk af umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Hugmyndin fór í framhaldi fyrir hverfisráð. Lokaniðurstaðan er sú að þessi hugmynd er ein af þeim 25 sem kosið verður um í haust 2018 í þínu hverfi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd og góð rök. Fegrum umhverfið :)

Lífgar upp á Álfheima sem er hverfisgata með nokkra umferð en gatan er talsvert breið

Skuggavarp á austanverða Álfheima og dregur úr líkum á hjólastígum meðfram götunni.

Frábær hugmynd og gerir götuna vafalaust meira aðlaðandi og dregur úr umferð og umferðarhávaða. E.t.v. væri nóg að setja runna og hafa þá aðeins þéttar, þeir myndu þá ekki varpa skugga á austanverða götuna.

Góður punktur varðandi hjólastíga, götumynd Álfheima er hinsvegar ca. 18,0m breið og það er nóg fyrir 1,5m hjólastíga báðu megin, 2,5m göngustíga báðu megin, 2,2m götubílastæði austan megin í vösum þar sem gras og tré koma á milli vasanna þeim megin (eins og í dag), 6,5m bílgötu sem er minna en í dag. Það gerir samtals 16,7m sem gefur 1,2m fyrir grænt belti með trjám vestan megin til að fylla alla 18,0 metrana.

Enn meira af laufum, sem enginn nennir, að hreinsa upp. = stíflaðar rennur og niðurföll

Betra lofslag. Bara ekki rótarmikil tré !

Frabær hugmynd, myndi vilja sja þessa breytingu útfærða í t.d. skeiðarvoginum lika

https://www.telegraph.co.uk/motoring/news/8368917/Trees-could-be-alternative-to-speed-cameras.html

Fhttps://www.smartcitiesdive.com/ex/sustainablecitiescollective/why-we-need-trees-our-cities/1100050/

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information