Vatnsrennibraut í Laugardal

Vatnsrennibraut í Laugardal

Kaupa vatnsrennibraut sem hægt er að setja upp í Laugardalnum yfir sumartímann. Hún gæti legið niður túnið fyrir neðan Áskirkju. Það er til svona rennibraut í Bandaríkjunum sem er færð milli borga, Slide the City, myndin er af henni. Hún mætti þó bara vera einfaldari og þarf ekki að vera svo löng heldur.

Points

Þetta yrði hin besta skemmtun fyrir börn. En það yrði að vera á ábyrgð foreldra að sjá til þess að börn slasi sig ekki, annars þyrfti að rukka fyrir aðgang og vera með starfsmann, sem er ekki raunhæft.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information