Flóamarkað á leikvöllinn bakvið Austurbæjarbíó á sumrin
Það vantar úti-/flóamarkað um helgar í Reykjavík yfir sumartímann og mætti nýta leikvöllinn og garðinn fyrir aftan Austurbæjarbíó til þess.
fín hugmynd!
Góð hugmynd en afar brýnt að taka ekki allt leiksvæðið undir þetta. Rólóinn sem er þarna austast á svæðinu verður að halda sér athugið að þetta er eini rólóinn á allstóru svæði og er að því er ég best veit mikið notaður.
Það sárlega vanta útimarkað sérstaklega á sumrin þegar veðrið er gott og bjóða ferðamönnum upp á einhverja upplifun á laugavegssvæðinu og í kring. Þar að auki er nokkuð ljóst að mikil þörf verður á svona markaði ef að loka á Kolaportinu á meðan framkvæmdir á Bílastæðahúsi fara fram.
Markaðurinn yrði nú líklega bara í nokkra klukkutíma á laugardögum svo það væri kannski allt í lagi að fá leikvöllinn aðeins lánaðan.
Fín hugmynd og góð staðsetning miðsvæðis. Af minni reynslu er mikill áhugi hjá fólki bæði að selja á svona markaði og koma og kaupa ef það fréttir annað borð af slíkum mörkuðum, en það er mikilvægt að Reykjavíkurborg hjálpi til með umgjörðina og kynninguna, því hitt er yfirleitt unnið í sjálfboðavinnu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation