Hljóðmanir að hluta til við Sæbrautina á milli Skeiðarvogs og Holltavegs

Hljóðmanir að hluta til við Sæbrautina á milli Skeiðarvogs og Holltavegs

Setja upp manir við Sæbrautina fyrir aftan hús nr 25 - 33 við Njörvasund í 104 Reykjavík. Hvort sem það er steypuveggur eða grashólar eins og eru til staðar við Sæbrautina.

Points

Hús nr25-33 við Njörvasund í 104 Reykjavík standa við Sæbrautina. MIKIL hávaðamengun kemur frá Sæbrautinni. Það voru settar manir upp við götuna að hluta en fyrir aftan húsin nr 25 - 33 voru gróðursett tré sem demmpa smá hljóð yfir hásumarið þegar mest af laufum er á trjánum ENN alla hina mánuðina er lítið gagn af þessum trjám! Á milli húsana við Njörvasund og Sæbrautar er göngustígur sem er mikið notaður í útivist og leik og ungabörn í vögnum. Svo er mikil rykmengun af götunni sem ég vil minnka

ég styð við hana margréti kolbeinsdóttur í þessu máli :)

Ég styð þessa tillögu heilshugar enda mjög mikið áreiti frá umferðinn á þessum stað í Njörvasundinu. En skv. úttekt frá Umhverfisstofu um hljóðmengun frá umferðinni við Sæbrautina er hún í hæsta flokki eða yfir 75 db. og þá er miðað við alla Sæbrautina... og þar sem ekki er mön fyrir heldur þessi ,,blessuð" tré er svotil nánast engin vörn fyrir hávaða sem er allan sólahringinn allan ársins hring. En slík hávaðamengun er talin vera hættuleg heilsu manna, því hún eykur á stress sjúkdóma eins og t.d. hjartasjúkdóma. Þar af leiðandi er ekki bara verið að tala um framkvæmdarmál heldur einnig velferðarmál. Tel ég þetta ekki einungis vera hagsmuna mál þessara húsa sem standa beint fyrir aftan þessi tré heldur í raun allra íbúanna í hverfinu þar sem ætla má að það geti dempað hljóð frá umferðinni lengra inn í hverfið. Ásamt allra sem njóta þess að ganga þennan göngustíg sem er þarna á þessu svæði. Eitt annað í tilefni að þessari tillögu, þá er ekki nóg að um sé að ræða tré á svæðinu sem bera lauf í smá bort af tíma af árinu, þá hefur Reykjavíkurborg einnig verið að grisja þessi tré og verið að saga niður greinar og tré til að gera þetta ekki eins ,,drungalegt" á þessu svæði eins og einn starfsmaður orðaði það við mig þegar ég gekk þarna framhjá, en sjálfur skyldi hann ekkert í því hví ekki væri hljóðmön á þessu svæði, enda hávæðinn greinilega óbærilegur á álagstímum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information