Upptökur á fyrirlestrum

Upptökur á fyrirlestrum

Skylda kennara til þess að taka upp fyrirlestra

Points

1. Skólinn er með tæki og tól til þess að taka upp fyrirlestrana 2. Lang flestir nemendur þurfa að vinna, búa með veikindum eða bæði og hafa því ekki tök á að mæta alltaf í tíma 3. Kennarar vilja þetta ekki því þá mætir fólk ekki - Það er irrelivant, námið snýst ekki um kennarana, heldur nemendur. Þú ert tæknilega séð að mæta með því að horfa á tímann 4. Frábært að hafa upptökur af tímum fyrir próf.

SHÍ hefur ekki umboð inn á deildarfundum þar sem málefni sem þetta yrði tekið fyrir. Þetta er ekki eitthvað sem topparnir í stjórnsýslunni og SHÍ koma að heldur eitthvað sem er ákveðið innan deilda. Það er í lögum HÍ að deildir ráði sjálfar sínum kennsluháttum, þannig að ef einhver á að ráðast í herferð á þessu þá eru það deildarfulltrúar stúdenta, sem eru í tugum talsins víðsvegar um Háskólann. Þessir deildarfulltrúar stúdenta eru kosnir á aðalfundum nemendafélaga og eru aldrei í umboði SHÍ.

Munar öllu fyrir próf, tæknin er til staðar

Þetta er jafnréttismál. Það hafa ekki allir tök á því að mæta í alla tíma. Og jafnvel þó maður hafi mætt í tíma getur verið gott að fylgjast með sumum tímum aftur. Nám í HÍ er fyrir nemendur, það er í verkahring kennara að miðla þekkingu á sem bestan hátt. Tæknin er til staðar og það á að nota hana. Þetta getur líka komið sér vel fyrir kennara sem einhverra hluta vegna geta ekki sjálfir mætt í alla tíma.

Þó maður hafi setið fyrirlesturinn þá er alveg mögulegt að eitthvað hafi farið fram hjá manni. Og ef eitthvað kemur uppá, td veikindi þá hafi maður tækifæri á að missa ekki úr fyrir þær sakir. Orsaki þetta fyrirkomulag minni mætingu þá myndi maður mögulega ekki lenda í því að fá ekki sæti í yfirbókaðri skólastofu. Upptökur af fyrirlestrum myndi líka jafna stöðu fólks sem finnur fyrir lélegu aðgengi innan skólabyggingarinnar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information