Betri aðstaða fyrir hjólreiðafólk

Betri aðstaða fyrir hjólreiðafólk

Koma upp læstum hjólageymslum á háskólasvæðinu og bæta aðgengi fyrir hjólareiðafólk.

Points

Hjólreiðar eru umhverfisvænn og hollur samgöngumáti. Nauðsynlegt er að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk til að gera hjól að fýsilegri valkosti fyrir háskólanema.

Það væri frábært byggt væri yfir öll hjólastæði Háskólans. Það myndi virka sem hvati fyrir háskólanema til að nýta sér umhverfisvænni ferðamáta til og frá skóla. Aðgengi mætti svo bæta td með því að bæta við gangbraut þar sem Sturlugata og Suðurgata mætast. Einnig mætti bæta við gangbraut yfir Sæmundargötu sem lægi beint að göngustígnum sem liggur við hlið bílastæðisins

Það myndi bæta aðstöðuna stórkostlega að fá jafnvel bara þak og skjólvegg yfir hjólreiðastæðin til að hjólin liggi ekki undir skemmdum í öllum veðrum og vindum. Toppurinn væri að sjálfsögðu almennileg hjólageymsla.

Þetta er frábær hugmynd og mikilvæg! Aðstöðuna þarf að bæta og huga mætti einnig að því að hjólagrindur á útisvæði séu í það minnsta allflestar undir þaki eða skyggni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information