Tilkoma lágvöruverslunar á Stúdentagarðana

Tilkoma lágvöruverslunar á Stúdentagarðana

Aukið aðgengi að matvöru á lægra verði, já takk!

Points

Þetta fyrirkomulag myndi ekki einungis nýtast nemendum sem búsettir eru á Görðunum heldur myndi það skapa hvata fyrir alla nemendur til að nýta sér verslun í nágreni skólans (td áður en farið væri heim frá skóla) í stað þess að sækja matvöru lengra frá skóla eða heimili með tilheyrandi umhverfisálagi og tímaeyðslu.

Íbúar Stúdentagarða þurfa helst að eiga bíl til þess að versla í matinn. Sú lágvöruverlsun sem er hvað næst háskólasvæðinu er á Barónsstíg og til stendur að loka henni. Þetta úrræði myndi ekki aðeins auka lífsgæði stúdenta með bættu aðgengi að fjölbreyttri matvöru á lægra verði heldur myndi notkun bíla minnka sem er betra fyrir umhverfið! *Taka ber fram að það að endurnefna 10-11 var ekki lausn á vandanum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information