Ný íþrótta- og líkamsræktaraðstaða HÍ

Ný íþrótta- og líkamsræktaraðstaða HÍ

Íþróttahús HÍ var byggt fyrir 70 árum síðan fyrir 1500 stúdenta. Í dag eru yfir 13.000 stúdentar og 2500 starfsmenn í HÍ og nákvæmlega ekkert hefur breyst. Stúdentar sem ekki æfa skipulagðar íþróttir utan HÍ þurfa að sætta sig við úreltar aðstæður sem dregur ekki aðeins úr hvata til bættrar lýðheilsu heldur hamlar því að einhver heilsumenning innan HÍ geti blómstrað. Stúdentar dreifa sér vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið í leit að viðunandi aðstöðu til að hreyfa sig á meðan erlendis er sjálfsagt mál að hafa íþróttalið fyrir alla í fjölmörgum íþróttum með fyrsta flokks aðstöðu á háskólasvæðinu. Lýðheilsuvakning innan Háskóla Íslands þarf að eiga sér stað sem fyrst til að stuðla að aukinni ánægju stúdenta þar sem þriðjungur þeirra eru að glíma við mikinn kvíða- og þunglyndi. Kjóstu bætta lýðheilsu stúdenta.

Points

Aukum lýðheilsu stúdenta með því að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu við nútíma aðstæður.

Heildræn uppbygging gæti falið í sér líkamsræktaraðstöðu (til að styðja við bætta heilsu notenda), aðstöðu fyrir hjólreiðafólk (sturta, hjólagrindur, geymsluskápar - stuðlar að notkun vistvænna samgöngumáta), heilsugæslu og apótek innanhús (auðveldar aðgang að heilbrigðisþjónustu, barnagæslu (fyrir foreldra, tímasparnaður sem einfaldar heimilislíf). Aðgengi fólks m/hamlanir er einfaldað með miðlægri þjónustu. Það hefur áhrif á tækifæri þeirra til náms og starfs auk árangur innan þeirra.

Hugmyndin getur lagt grundvöll að verulegum umbótum í hagsmunamálum stúdenta og auðveldað framgang þeirra í framtíðinni (þ.m.t. margra fyrirliggjandi tillagna hér á vefnum). Uppbygging miðstöðvar með lýðheilsu í brennidepli getur aukið lífsgæði allra á háskólasvæðinu; nemenda, starfsfólks og annarra nágranna. (sjá dæmi í næstu "rökum").

Ég las það líka á heimasíðu HÍ um daginn en get ómögulega fundið það núna. Þar stóð að íþróttaaðstaða og líkamsræktaraðstaða væri til fyrirmyndar. Ég get ekki tjáð mig um hvernig aðstaðan er þar sem ég kemst ekki einu sinni í líkamsræktarsalinn sem er uppi á 2.hæð útaf ég er í hjólastól og enginn lyfta....

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information