Mat álags á nema

Mat álags á nema

Mat álags á nema sem nú er farið eftir skv Evrópustaðli og liggur til grundvallar ECTS einingunum er ableískt, mannskemmandi og byggir á gamaldags hugmyndum um manneskjur, nám og vinnu sbr. grein mína í Byltíngi blaði heimspekinema vorið 2018. Ef námsálag er miðað við 58-72 vinnustundir á viku fyrir meðalnemanda að ná lágmarksárangri (5-5.99 í einkunn) á tímum þar sem BA/BS gráða hefur svipað vægi og stúdentsprófið áður fyrr, þá er stórum hópi fólks varnað þess að verða hálfdrættingur þess sem hann annars gæti orðið, og vexti samfélagsins hamlað á mörgum sviðum. Ég legg til að miðað verði við að meðalnemandi vinni í mesta lagi 25-30 stundir á viku til að ná lágmarksárangri.

Points

Hvað er unnið með því að varna fólki þess að hafa jafnvægi í lífi sínu, m.a milli náms, heimilisstarfa, félagsstarfa, fjölskyldulífs, líkamsræktar, svefns, hliðarnáms óbeint eða lítið tengdu aðalnámi, áhugamála ofl.?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information