Hlúið að andlegri heilsu

Hlúið að andlegri heilsu

Í dag glíma mjög margir við andleg vandamál, jafnt innan háskólans sem utan. Á Íslandi er dýrt og erfitt að leita sér hjálpar, sama hvort að það sé sálfræðiaðstoð eða annað, sem gerir það að verkum að margir háskólanemar sem þurfa á hjálpinni að halda sækja sér hana ekki. Það bitnar á þeim bæði námslega og félagslega og getur gert þeim erfiðara fyrir að klára nám á réttum tíma og jafnvel að komast út á vinnumarkaðinn. Til að stemma stigu við þessu gæti HÍ boðið upp á aukna þjónustu fyrir nemendur, bæði með því að auka framboð á sálfræðingum, alls kyns hópmeðferðum og öðrum úrræðum innan háskólans. Einnig er hægt að stefna að aukinni niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu utan háskólans fyrir nemendur. Til að hvetja nemendur til að gæta að andlegu hliðinni heima fyrir væri hægt að bjóða upp á lesefni, nokkurs konar spjallborð þar sem sálfræðingar gætu veitt ráð eða gera samning við hugleiðsluapp/síðu um frían aðgang fyrir nemendur (t.d. bjóða sumir háskólar í Bandaríkjunum upp á frían aðgang að Calm appinu). Svo að andleg veikindi bitni sem minnst á námi fólks væri gott að kennarar hefðu svigrúm til að veita undanþágur vegna andlegra veikinda, t.d. ef nemandi getur ekki mætt í próf eða skilað verkefni á réttum tíma vegna þeirra. Það sama á við um stofnanir eins og FS og LÍN. Góð andleg heilsa er eitthvað sem allir hafa rétt á og háskólasamfélagið getur verið leiðandi í lausnum og aðferðum til að hún sé sem best.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information