Heildrænt háskólasamfélag

Heildrænt háskólasamfélag

Hugmyndin er að vekja athygli á háskólasvæðinu í heild sinni og taka þar með allt inn í myndina til að skapa betra umhverfi: fleiri stúdentaíbúðir, fleiri búsetumöguleikar (t.d. gæludýrahald í stúdentaíbúðum), svæði í kringum háskólann yrði stórbætt sem almenningsgarður og þrýst yrði á nýja íþrótta- og líkamsræktaraðstöðu á háskólasvæðinu.

Points

Það er óþolandi að nemendur þurfi að bíða á 250-350 manna biðlista í meira en ár til að geta fengið íbúð. Ef ungt fólk getur ekki búið hjá foreldrum sínum frameftir aldri þarf það einfaldlega að hætta í skóla vegna þess að það hefur ekki efni á að búa í Reykjavík í núverandi leigumarkaði og þarf að fara að vinna til að lenda ekki á götunni.

Það væri meiriháttar að fá heildrænt háskólasamfélag sem uppfyllir kröfur 21. aldarinnar.

Í dag eru allskyns reglur og þættir sem spila inn í varðandi tíma sem nemendur fá að búa á stúdentagörðum. Þá sérstaklega meistaranemar. Á stúdentagörðum eiga nemendur að fá að vera á meðan á námi stendur. Ef fólk er skráð í áfanga og er að skila einingum ætti það að fá að búa áhyggjulaust á stúdentagörðum, óháð öðrum þáttum.

Ef svæðið í kringum HÍ á að vera raunverulegt "campus" þyrfti að bæta græna svæðið í kring, stórfjölga trjám og skapa umhverfi þar sem stúdentar geta slakað á milli kennslustunda, borðað hádegismat og jafnvel grillað. Gaman væri ef svæðið yrði fallegt og meira í ætt við til dæmis Hljómskálagarðinn.

Heildræn uppbygging gæti falið í sér líkamsræktaraðstöðu (til að styðja við bætta heilsu notenda), aðstöðu fyrir hjólreiðafólk (sturta, hjólagrindur, geymsluskápar - stuðlar að notkun vistvænna samgöngumáta), heilsugæslu og apótek innanhús (auðveldar aðgang að heilbrigðisþjónustu, barnagæslu (fyrir foreldra, tímasparnaður sem einfaldar heimilislíf). Aðgengi fólks m/hamlanir er einfaldað með miðlægri þjónustu. Það hefur áhrif á tækifæri þeirra til náms og starfs auk árangur innan þeirra.

Öryggi gangandi vegfarenda mætti bæta með því að merkja gangbrautir yfir Suðurgötu (milli VR-III og Loftskeytastöðvarinnar) og Sæmundargötu (frá malarbílaplani beint fyrir framan Aðalbyggingu og við Sturlugötu). Mikill fjöldi stúdenta og starfsmanna ganga yfir göturnar tvær og merktar gangbrautir, málaðar rendur og skilti, myndu vekja athygli ökumanna og auka öryggi til muna. Umferðarhraði er nú þegar hár, sérstaklega á Suðurgötu, og myndu gangbrautir e.t.v. hægja aðeins á hinum.

Með því að leyfa íbúum að halda einum hundi (hægt er að taka fram ákveðnar tegundir sem eru ekki leyfilegar, t.d. stórir hundar eins og Stóri Dan eða St. Bernhard) eða í mesta lagi tveimur innikisum (hægt að leyfa aðeins innikisur en ekki útikisur til að minnka áhrif á nágranna), þá er hægt að auka lífgsæði þeirra nemenda sem kjósa að eiga dýr eða þurfa dýr vegna kvíða eða annarra vandamála.

Íþróttahús HÍ var byggt fyrir 70 árum síðan fyrir 1500 stúdenta. Í dag eru yfir 13.000 stúdentar og 2500 starfsmenn í HÍ og nákvæmlega ekkert hefur breyst. Stúdentar sem ekki æfa skipulagðar íþróttir utan HÍ þurfa að sætta sig við úreltar aðstæður sem dregur ekki aðeins úr hvata til bættrar lýðheilsu heldur hamlar því að einhver heilsumenning innan HÍ geti blómstrað.

Til að geta einbeitt sér að háskólanámi þarf að tryggja öryggi nema. Að eiga öruggt skjól er mikilvægur þáttur í öryggi og lífsgæðum háskólanema. Lagt er til að reglum um viðveru á stúdentagörðum verði breytt og þær einfaldaðar þannig að nemar geti búið á stúdentagörðum svo lengi sem allavega einn íbúi íbúðar er skráður í nám og skilar einingum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information