Hlúið að andlegri heilsu

Hlúið að andlegri heilsu

Hugmyndin er að fara í stóra herferð til að vekja athygli á skorti á stuðningi við stúdenta vegna andlegrar heilsu, sem getur þá bæði snúið að félagslegum, fjárhagslegum og námslegum hliðum. Þrýsta þarf á að vera ennþá betri úrræði fyrir ungt fólk, þegar enn gefst tími til að grípa inn í.

Points

Hafa þarf í huga álag á nemendur og beina þá sérstaklega sjónum að mati álags á nemendur Háskólans.

HÍ gæti boðið upp á aukna þjónustu fyrir nemendur, bæði með því að auka framboð á sálfræðingum, alls kyns hópmeðferðum og öðrum úrræðum innan háskólans. Einnig er hægt að stefna að aukinni niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu utan háskólans fyrir nemendur. Til að hvetja nemendur til að gæta að andlegu hliðinni heima fyrir væri hægt að bjóða upp á lesefni, nokkurs konar spjallborð þar sem sálfræðingar gætu veitt ráð eða gera samning við hugleiðsluapp/síðu um frían aðgang að öppum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information