Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur

Lánasjóðurinn okkar - raunverulegur stuðningur við nemendur

Herferð yrði farin til að vekja athygli á stöðu fjármála námsmanna og skort á fjárhagslegum stuðningi við þá. Hækka þarf frítekjumark lánasjóðsins og endurskoða þarf grunnframfærsluna sem miðað er við og að hún sé í takt við aðra hópa. Sömuleiðis verður sjónum beint að nýju lánasjóðsfrumvarpi og kröfur stúdenta lagðar fram. Nýtt frumvarp er í bígerð og nú er mikilvægur tími fyrir stúdenta að láta sínar kröfur í ljós. Nýtt lánasjóðsfrumvarp á að veita raunverulegan fjárhagslegan stuðning við nemendur þar sem nemendum ætti að gefast kostur á hagstæðum lánum, sem og styrkjum í einhverri mynd. Stúdentaráð myndi þrýsta á þetta í herferð sinni.

Points

Komin tími til að gera eitthvað í þessum hlutum, einstæð móðir í námi og hlutastarfi er virkilega orðin langþreytt á að heyra loforð um hækkanir, vill sjá það í raunveruleikanum...

Verið er að endurskoða lánasjóðsfrumvarpið af menntamálaráðherra á þessari stundu og því kjörinn tími núna til þess að krefjast úrbóta og láta rödd okkar stúdenta heyrast!

Raunhæfur námsstuðningur fyrir nemendur er forsenda raunverulegs aðgengis að námi - þetta er mikilvægt!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information