Samþykkt verði að gera bílastæði á reitnum sem afmarkast af efsta hluta Hraunbæjar, Tunguháls og Bæjarháls. Á þessu svæði mætti gera bílastæði þvert á milli Bæjarháls og Hraunbæjar með fallegum gróðri á milli sem jafnframt skýlir okkur frá bílasölunum hinum megin við svefnherb.glugggana okkar.
Bílastæðum fyrir fjölb.hús við Hraunbæ er ábótavant. Þau eru langt frá inngangi og þar sem bannað er að leggja í götunni fyrir framan húsin (dæmi Hraunb.188 - 192) er um góðan spöl að ræða frá bílast að inngangi; bagalegt þegar fólk er með innkaup, með lítil börn eða í hálku. Svæðið er til einskis gagns eins og er, og mætti því nýta það þannig að komi að gagni fyrir ibúa. Á svæðinu verður oft ófremdarástand á vetrum v skafr. og oft er hvergi hægt að leggja bílum á svæðinu nema á götu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation