Steypt grillaðstaða og borð á Árbæjartorg.

Steypt grillaðstaða og borð á Árbæjartorg.

Um er að ræða steypta grillaðstöðu á Árbæjartorgi (milli kirkjunnar, skólans og Ársels) þar sem göturnar í hverfinu, skólinn, kirkjan, frístundamiðstöðin, vinnustaðir eða hver sem er gæti komið og haldið grillhátíð á sumrin. Um er að ræða steypt grill sem stæði af sér veður, vinda og annað hnjask og fólk þyrfti bara að taka með sér kol, áhöld og góða skapið. Í kringum grillið væru síðan steyptir eða sterkbyggðir bekkir og borð. Grillgrindur gætu síðan verið geymdar inn í Árseli eða kirkjunni.

Points

Þessi hugmynd gæti gjörbylt Árbænum og hleypt miklu lífi í allt hverfið. Það er ekkert á Árbæjartorgi í dag sem hægt er að nýta til útivistar og væri þetta tilvalin leið til að halda grillveislur eða minni hverfahátíðir á. Þetta er stórt autt svæði og synd að það skuli ekki vera nýtt betur. Steypt grill og borð eru kjörið tækifæri til að búa t.d. til góða fjölskyldustemningu á sumrin ásamt því að nýtast t.d. skólanum, frístundamiðstöðinni, leikskólanum og kirkjunni. Grillum saman í Árbænum!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information