Lagfæring á göngustígum

Lagfæring á göngustígum

Margir eru þeir orðnir lélegir göngustígarnir í Bakkahverfinu, enda komnir til ára sinna. T.d. er einn þeirra sérstaklega slæmur og eiginlega hættulegur, sem er mikið notaður af hlaupurum, þar sem yfirborð hans er mjög ójafnt, eftir marga frostavetur og vegna elli. Sá liggur frá Kóngsbakka (blokk með oddatölum) yfir í Leirubakka, átt austur-vestur. Mikil vakning hefur orðið síðustu árin fyir útivist og eru stígarnir mun meira notaðir, nú en áður, af íbúum sem stunda útivist til heilsuræktar.

Points

Margir stígar orðnir lélegir, sökum elli og vegna frostskemmda, sem getur hreinlega verið hættulegt gangandi, hjólandi og hlaupandi vegfarendum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information