Hraðamælir (myndavél) við Árbæjarskóla

Hraðamælir (myndavél) við Árbæjarskóla

Hvað viltu láta gera? Ég vil fá hraðamæli eða hraðamyndavél við Árbæjarskóla. Hvers vegna viltu láta gera það? Hámarksökuhraði við Árbæjarskóla er 30 km en margir ökumenn virða ekki hámarkshraða og keyra mun hraðar á þessu svæði. Þetta skapar að sjálfsögðu töluverða hættu en þarna er mikil umferð gangandi vegfaranda á öllum aldri. Það er öryggismál að fá stuðning við að halda ökuhraða niðri.

Points

Ökumenn virða alls ekki hámarkshraða á þessari götu og það er stórhættulegt fyrir börn að ganga þarna um! Þetta er spurning um öryggi barnanna okkar og annara gangandi eða hjólandi vegfarenda!

Ökumenn aka oft allt of hratt á þessum fjölmenna stað ungmenna.

Of hratt ekið eftir þessari götu.

Sama mætti gera við Selásskóla en þar er hámarkshraði ekki heldur alltaf virtur.

Hámarksökuhraði við Árbæjarskóla er 30 km en margir ökumenn virða ekki hámarkshraða og keyra mun hraðar á þessu svæði. Þetta skapar að sjálfsögðu töluverða hættu en þarna er töluverð umferð gangandi vegfaranda á öllum aldri. Það er öryggismál að fá stuðning við að halda ökuhraða niðri.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information